Leiguskilmálar
1. Babycare TENS á eingöngu að nota í samræmi við leiðbeiningar
2. Árangur Babycare TENS í fæðingu er ekki tryggð né á ábyrgð Ljósmæðralagersins
3. Babycare TENS má ekki nota af þeim sem eru með gangráð, eiga við hjartavandamál að stríða eða eru með flogaveiki. Ef þú ert óviss um notkun ráðfærðu þig við heilbrigðisstarfsmann áður en tækið er notað.
4. Babycare TENS skal ekki nota fyrr en fullri 37.vikna meðgöngulengd er náð. Undantekningar eru fæðingar 34-37. vikur þegar ljóst er að fæðing verður ekki stöðvuð og notkun samþykkt af heilbrigðisstarfsmanni. Fyrir 34. vikur meðgöngu skal ekki nota Babycare TENS í fæðingu.
5. Sé Babycare TENS tækinu ekki skilað að 42 vikna leigutímabili loknu, verða rukkaðar 990 kr. fyrir hverja byrjaða viku þar til tækinu hefur verið skilað. Sé tækinu ekki skilað verður rukkað fyrir söluvirði tækisins.
6. Babycare TENS tækinu og öllum fylgihlutum skal skila í Björkina Síðumúla 10 hafi tækið verið sótt þangað og sent á Miðtún 82, 105 Reykjavík með sama dreifingaraðila og tækið fékkst, Póstinum eða Dropp. Einnig er hægt að senda tækið á sama heimilisfang á eigin kostnað þó tækið hafi verið sótt í Björkina. Tækið skal sett í póst eða skilað í síðasta lagi á síðasta skiladegi og staðfesting þess efnis varðveitt í 3 mánuði.
7. Skemmist eða týnist Babycare TENS tækið í meðförum viðskiptavinar, verður viðskiptavinur rukkaður fyrir fullt söluverð af Ljósmæðralagernum.
8. Sé tækið ekki notað af viðskiptavini á meðan leigutíma stendur er það á fulla ábyrgð viðskiptavinar. Hægt er að hætta við leigu fram að því að Babycare TENS tækið er sent af stað. Þegar tækið hefur verið sent telst þjónustan hafa verið veitt.
9. Ef svo ólíklega vill til að tækið er bilað eða skemmt við móttöku munum við senda annað tæki strax.
10. Við mótttöku ætti viðskiptavinur að skoða innihald sendingarinnar og prófa Babycare TENS tækið og lesa leiðbeiningarnar. Séu vandamál til staðar ætti viðskiptavinur að hafa samband við Ljósmæðralagerinn strax. Ljósmæðralagerinn tekur ekki ábyrgð á úrbótum síðar hafi viðskiptavinur ekki kannað virkni tækisins við móttöku.
11. Með því að leigja TENS tæki hjá Ljósmæðralagernir samþykkir viðskiptavinur þessa skilmála.