Það er Tens tækinu að þakka að ég komst í gegnum mína fyrstu fæðingu, mesta snilldin og þakklát að hafa tekið ákvörðun að hafa það meðferðis ❤️
Bjargaði mér alveg í hríðunum en þetta var eina verkjastillingin sem ég notaði í fæðingunni og þetta var mín fyrsta fæðing.
Ég notaði Tens tækið í fæðingunni minni (fyrsta fæðing) frá fyrsta verk og hefði ekki getað verið án þess! Það virkaði svo vel að þegar ég mætti á fæðingarstað var ég komin með 6 í útvíkkun og barnið mætt tæplega 3 klst síðar! Hjálpaði rosalega í útvíkkunartímabilinu! Myndi klárlega mæla með og leigja aftur í næstu fæðingu!
Fyrst og fremst mjög góð þjónusta. Ég var svolítið sein að redda tens tæki en Harpa var svo yndisleg og reddaði mér tæki. Ég mæli svo mikið með að hafa tens tæki í fæðingu. Tækið minnkaði verkina mjög mikið!
Ég mun klárlega leigja tens tæki aftur fyrir næstu fæðingu.
Notaði Valkyrju frá fyrsta degi og fékk aldrei sár🤞🏽 finn mikinn mun ef ég tek þá í burtu, hafa bjargað mér alveg í brjóstagjöfinni (hef ekki notað nein krem eða annað með) 🥰 mæli með að splæsa í svona!
Róandi baðsalt með góðri lykt. Gott að vita að það sé sérhannað og öruggt fyrir meðgöngu með náttúrulegum innihaldsefnum.
Byrjaði að nota slitolíuna í kringum 22 viku og hún dugði mér næstum út alla meðgönguna. Olían var mjög fín og fór hratt inn í húðina. Tók smá tíma að venjast lyktinni en eftir nokkra daga var hún orðin hluti af kvöldrútínunni og var mjög næs.
Algjör bjargvættur á meðgöngunni fyrir auma vöðva og sérstaklega í kringum mjóbakið. Gott grip og auðvelt að nota sjálfur eða fá einhvern annan til að nudda sig. Bjóst ekki við því að nuddkúlan myndi virka svona vel en mæli hiklaust með.
Tens tækið hjálpaði svoooo mikið. Byrjaði að nota það snemma heima og hækkaði svo þegar leið á. Það þurfti að taka það af mér þó stuttu áður en barnið fæddist því það var eitthvað að trufla mælingarnar (í höfuðið á barninu). En ég var komin það langt í ferlið að það skipti litlu máli. Mun 100% leiga aftur svona ef ég eignast annað barn.
Frábær þjónusta, pantaði tækið örlítið of seint en Harpa gat reddað mér tæki fyr :).
Þetta var mín þriðja meðganga og fæðing, ég fíla ekki glaðloft svo ég ákvað að prufa Tens tækið. Ég átti frekar hraða fæðingu þannig ég nýtti tækið aðeins í ca 30 mín. Hefði viljað nýta það lengur því þetta er mjög þægilegt þegar fæðingaverkir byrja! Boozt takkinn er lykilinn hann bjargaði mér algjörlega í bílferðinni uppá spítala! En svo átti ég bara um leið og ég var komin inn um dyrnar svo ég nýtti það ekki meira.
Var efins í fyrstu hvort þetta virkaði eitthvað en ég mæli hiklaust með þessu!
Frábærir yfir sárar geirvörtur, hafa algjörlega bjargað mér. Mæli með :)
Tens tækið var frábær verkjastilling í hröðu heimafæðingunni minni. Var með tækið frá fyrsta verk og þar til ég fór í laugina með 7 í útvíkkun. Boost takkinn var líka algjör snilld!
Algjör snilld. Gott að setja yfir aumar geirvörtur. Ég fékk sár og Valkyrjurnar komu að góðum notum, til að hjálpa við gróanda og ég notaði þær einnig til að hlífa geirvörunum eftir að hafa sett td krem. Það er auðvelt að þrífa þær.
Ég heyrði af tækinu frá vinkonu minni, ég ákvað í framhaldinu að panta. Ég pantaði það með stuttum fyrirvara og Harpa gat reddað mér. Ég byrjaði á að nota það heima. Leiðbeiningarnar eru mjög góðar og það er auðvelt í notkun. Ég treysti mér að vera lengur heima því ég náði að koma mér í gegnum verkina með TENS tækinu og haföndun. Ég notaði tækið alveg þangað til að stelpan mín kom í heiminn. TENS tækið og glaðloft kom mér í gegnum fæðinguna.
Ég mæli mikið með tækinu og þakka fyrir góða þjónustu ❤️
Varð að senda þér línu um mína upplifun á tens tækinu, strax og ég áttaði mig á því að verkirnir væru harðari en fyrirvaraverkir þá skellti ég tækinu á mig í lægstu stillingu, vegna fyrri reynslu vorum við hvött að mæta snemma á fæðingadeildina á Akranesi sem við gerðum og var þá komin í virka fæðingu. Tens tækið hjálpaði með gífulega í allri fæðingunni og var líka með fæðingarkamb í annari hendi allann tímann. Bæði linaði þetta verkina til muna, og hjálpaði mér að halda stjórn allann tímann en mér fannst líka svo gott að vera einbeita mér að því að kveikja á boost takkanum á tækinu en ekki hugsa of mikið um verkina. Eftir um rúmlega 3 tíma í hríðum bættum við glaðloftinu við sem var himnasending með hinu tvennu, dóttir okkar kom í heiminn 6 og hálfum tíma eftir fyrsta verk án annara verkjastillingar. Mér fannst tens tækið algjör🔑 að ég náði að halda stjórn í allri fæðingunni. Algjörlega mögnuð upplifun og allt annað en ég upplifði í fyrstu fæðingu sem endaði í bráðakeisara♥️
Var mjög sein að panta, en þær redduðu alveg málunum fyrir mig og meira að segja létu senda það heim til mín um leið og það var laust tæki svo ég gæti notað það strax ef ég færi af stað.
Ég fór svo í gangsetningu og byrjaði að nota það þegar hríðarnar voru orðnar nokkuð slæmar og reglulegar og gat þá verið heima mun lengur en ég bjóst við. Hjálpaði mjög mikið. Mætti svo uppá spítala og drengurinn fæddist klst eftir að ég mætti.
Mæli mikið með þessu!
Hlífir sárum vel og aðstoðar við gróanda. Hefði viljað byrja að nota Valkyrjunar frá degi eitt með barn á brjósti.
Mjög milt og gott te sem veitir manni ró á þessum síðustu vikum meðgöngunnar.
Þessi nuddkúla er æðisleg, hjálpar ótrúlega mikið og mjög einfalt að nota og fyrir maka sem kann ekki að gefa nudd er þetta snilldar tæki.
TENS tækið gerði svo mikið fyrir mig daginn sem ég fæddi son minn í mars. Fæðingin var mjög hröð og óvænt heimafæðing þar sem eina verkjastillandi sem ég fékk var þetta tæki.
Ég notaði það alveg frá fyrsta væga verki þangað til að ég byrjaði að rembast. Mjög einfalt í notkun og frábært hvað styrkurinn fer hátt upp svo það var einfalt og þæginlegt að hækka styrkinn i takti við verkina. BOOST var frábært í hríðunum og svo gagnlegur að tækið tekur tímann á lengd og millibili á hríðunum.
Ég var smá efins um hvað þetta myndi gera fyrir mig en vá hvað ég ætla að leiga mér aftur svona tæki ef/þegar ég eignast næsta barn.
Mæli með þessu fyrir alla sem eru barnshafandi.
Sátt með þessi kaup, mun kaupa fleiri pakka til að eiga fram að fæðingu og jafnvel lengur. Mjög bragðgott og milt te.
Ég notaði TENS tækið hjá henni Hörpu í minni fæðingu og fannst það algjörlega ómissandi. Ég mæli svo sannarlega með þessu TENS tæki fyrir allar konur í fæðingu. Ég byrjaði að nota það frá fyrstu hríðum og fann strax mikinn mun á að vera með það í hríðunum, tækið gerði þær einhvern veginn mikið bærilegri. Tækið sjálft er líka mjög þægilegt í notkun. Ég mun klárlega nota TENS tækið aftur í næstu fæðingu.
Ég leigði TENS tækið eftir að hafa kynnt mér það aðeins, ég mun klárlega gera það aftur.
TENS tækið er mjög einfalt í notkun og hjálpaði mér rosalega mikið í minni fæðingu.
Ég var með það á í rúma 48 tíma og tók það af bara rétt undir lokin þegar ég fór í baðið.
TENS tækið hjálpaði mér að slaka á og verkjastilla í samdráttum.
Ég mæli hiklaust með TENS tækinu.
Ég eignaðist stelpu í nóvember í heimafæðingu en hún er okkar þriðja barn. Þetta er fyrsta fæðingin þar sem ég prufa Tens tækið. Ég var með tækið á mér frá byrjun og næstu 5-6klst eða þangað til ég fór ofan í vatnið. Í öllum mínum fæðingum hef ég kastað upp um leið og hríðar harðna og verið óglatt frá nánast fyrstu hríð. Það sem kom mest á óvart með Tens tækið var að ég fann ekki fyrir neinni ógleði fyrr en tækið var farið af og stuttu síðar byrjaði ég að kasta upp. Það virðist því vera í mínu tilfelli að Tens tækið hafi bæði aðstoðað mig við verkina og einnig ógleðina. Ef ég myndi eignast fleiri börn þá myndi ég óska eftir því að hafa Tens tækið aftur. Bestu kveðjur, Aðalbjörg