TENS tæki til leigu
TENS tæki til leigu
Tækifæri til verkjastillingar í fæðingu án lyfja, hvort sem það er bara til að létta á fyrstu metrunum eða fylgir þér í gegn um fæðinguna. Lágtíðni stilling tækisins hvetur líkamann til framleiðslu náttúrulegra endorfína og hátíðni stilling í hríð truflar verkjaboð til heilans. Saman vinna þessar tvær aðferðir TENS fæðingatækisins að því að lækka verkjaupplifunu, auka sjálfstraust og sjálfræði í fæðingunni
Athugið að einstaklingar með gangráð eða hjartsláttar óreglu geta ekki notað TENS tækið.
Hvað er í pakkanum ?
- TENS fæðingatæki
- 1 sett af TENS sérhæfðum blöðkum fyrir fæðingu
- Batterí og auka batterí
- Ól til að hafa tækið um hálsinn
- Tvær rafleiðslur
- Þægileg taska utan um tækið og fylgihluti
- Umhverfisvænar endurnýjanlegar umbúðir
Fyrirkomulag leigunnar:
Þú bókar tæki fram í tímann til að tryggja að tæki sé laust þegar þú þarft á því að halda. Þú velur daginn sem meðganga nær 37.vikum. Tækið er sent af stað vikuna á undan. Leigan er að hámarki 6 vikur. Þegar þú hefur nýtt tækið til fulls sendir þú það til baka með sama hætti og þú fékkst það. Einnig er hægt að sækja og skila tækinu í Björkina, Síðumúla 10. Fyrir hverja byrjaða viku sem tækinu hefur ekki verið skilað eftir að leigutíma líkur, eru rukkaðar 1.290 kr.
Nánar um notkun TENS í fæðingu
Deila

Ég eignaðist mitt fyrsta barn fyrir stuttu síðan. Ég var búin að kynna mér aðeins Tens tæki þegar ég var ólétt og tók ákvörðun um að leigja slíka græju hjá ljósmæðralagernum fyrir mína fæðingu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa verið með Tens tækið í þessu fæðingarferli! Tens tækið var það eina sem ég notaði sem verkjastillandi. Ég byrjaði að nota það strax frá fyrsta alvöru verk og var með það á mér alveg þangað til ég fór að rembast. Ég kláraði alla útvíkkun heima með Tens og barnið kom svo í heiminn stuttu eftir komuna á spítalann. Ég var reyndar líka með fæðingarkambana frá ykkur og var það líka fínasta huggun í hríðunum! Ég mun klárlega mæla með Tens við fólkið í kringum mig!
Sendi Hörpu skilaboð eftir tvær verkjaðar nætur, hún svaraði strax og ég var komin með tækið á innan við klst. Var svo með það á mér í nokkra klukkutíma, alveg þar til ég fæddi barnið. Tens tækið var algjör leikbreytir í gegnum hríðarnar og ég vildi óska þess að ég hefði haft svona tæki í hinum fæðingunum mínum. Það var frábært að geta mælt tíma á milli verkja og lengd þeirra. Tækið ætti að vera staðalbúnaður á öllum fæðingarstöðum. Svo kom það sér vel til að meðhöndla samdráttarverki og stífar brjóstagjafaraxlir.
Mæli 100% með! Byrjaði að nota TENS tækið um leið og hríðar byrjuðu. Frábær verkjastilling í alla staði í útvíkkunarferlinu, komst í 8 í útvíkkun með því að nota einungis TENS en þurfti síðan að taka það af mér þar sem ég fór í bað, hefði annars haft það allan tímann.
Það er Tens tækinu að þakka að ég komst í gegnum mína fyrstu fæðingu, mesta snilldin og þakklát að hafa tekið ákvörðun að hafa það meðferðis ❤️
Bjargaði mér alveg í hríðunum en þetta var eina verkjastillingin sem ég notaði í fæðingunni og þetta var mín fyrsta fæðing.