1 3

TENS tæki til leigu

TENS tæki til leigu

Title

We are unable to show availability for this product.

Afhendingarmáti

Sending og skil með Póstinum
Sendingagjald 2.490 kr. bætast við í lok pöntunarferlis

Sending og skil með Dropp
Sendingagjald 1.890 kr. bætast við í lok pöntunarferlis

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag í 37.viku meðgöngu. Tækið verður sent af stað fyrir þann dag.
Fyrir bráðaleigu veldu næsta lausa dag. Ef ekkert tæki er laust í dagatalinu, hafðu samband. Til að skrá á biðlista sendið póst á info@ljosmaedralagerinn.is

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag í 37.viku meðgöngu. Tækið verður tilbúið til afhendingar fyrir þann dag.
Sending og skil með Hægt er að sækja og skila tækinu í Björkina, Síðumúla 10 á þriðjudögum og miðvikudögum frá 9-14 eða aðra daga eftir samkomulagi.
Fyrir bráðaleigu veldu næsta lausa dag og hafðu samband til að semja um afhendingu. Ef ekkert er laust er hægt að skrá sig á biðlista með því að senda póst á info@ljosmaedralagerinn.is

Sending og skil með Dropp
Sendingagjald 1.890 kr. bætast við í lok pöntunarferlis

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag í 37.viku meðgöngu. Tækið verður sent af stað með Dropp fyrir þann dag.
Fyrir bráðaleigu veldu næsta lausa dag. Ef ekkert tæki er laust í dagatalinu, hafðu samband.

Loading...
Updating...

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Tækinu er skilað í póstbox í síðasta lagi á síðasta skiladegi. Umbúðir og merkingar fylgja.

Sé tækinu ekki skilað á réttum tíma bætist við 1290 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Sé tækinu ekki skilað á réttum tíma bætist við 1290 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Tækinu er skilað til Dropp í síðasta lagi á síðasta skiladegi. Umbúðir og merkingar fylgja.

Sé tækinu ekki skilað á réttum tíma bætist við 990 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Sending fer í póst Afhendingadagur ...

...

Sending sett í póst í síðasta lagi Skiladagur ...

...

Leiguverð 6.900 kr
Price 6.900 kr
Vandamál kom upp við að bæta hlutnum í körfuna.

Tækifæri til verkjastillingar í fæðingu án lyfja, hvort sem það er bara til að létta á fyrstu metrunum eða fylgir þér í gegn um fæðinguna.   Lágtíðni stilling tækisins hvetur líkamann til framleiðslu náttúrulegra endorfína og hátíðni stilling í hríð truflar verkjaboð til heilans.  Saman vinna þessar tvær aðferðir TENS fæðingatækisins að því að lækka verkjaupplifunu, auka sjálfstraust og sjálfræði í fæðingunni.  

Athugið að einstaklingar með gangráð geta ekki notað TENS tækið.

Hvað er í pakkanum ?

  • TENS fæðingatæki 
  • 1 sett af TENS sérhæfðum blöðkum fyrir fæðingu
  • Batterí og auka batterí
  • Ól til að hafa tækið um hálsinn
  • Tvær rafleiðslur
  • Þægileg taska utan um tækið og fylgihluti
  • Umhverfisvænar endurnýjanlegar umbúðir

Fyrirkomulag leigunnar:

Þú bókar tæki fram í tímann til að tryggja að tæki sé laust þegar þú þarft á því að halda. Þú velur daginn sem meðganga nær 37.vikum.  Tækið er sent af stað vikuna á undan. Leigan er að hámarki 6 vikur.  Þegar þú hefur nýtt tækið til fulls sendir þú það til baka með sama hætti og þú fékkst það.  Einnig er hægt að sækja og skila tækinu í Björkina, Síðumúla 10.  Fyrir hverja byrjaða viku sem tækinu hefur ekki verið skilað eftir að leigutíma líkur, eru rukkaðar 1.290 kr.

Nánar um notkun TENS í fæðingu

Customer Reviews

Based on 5 reviews
100%
(5)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
E
Elísa S.
Elísa Sif

TENS tækið gerði svo mikið fyrir mig daginn sem ég fæddi son minn í mars. Fæðingin var mjög hröð og óvænt heimafæðing þar sem eina verkjastillandi sem ég fékk var þetta tæki.

Ég notaði það alveg frá fyrsta væga verki þangað til að ég byrjaði að rembast. Mjög einfalt í notkun og frábært hvað styrkurinn fer hátt upp svo það var einfalt og þæginlegt að hækka styrkinn i takti við verkina. BOOST var frábært í hríðunum og svo gagnlegur að tækið tekur tímann á lengd og millibili á hríðunum.

Ég var smá efins um hvað þetta myndi gera fyrir mig en vá hvað ég ætla að leiga mér aftur svona tæki ef/þegar ég eignast næsta barn.

Mæli með þessu fyrir alla sem eru barnshafandi.

S
Sif E.
Ómissandi tæki

Ég notaði TENS tækið hjá henni Hörpu í minni fæðingu og fannst það algjörlega ómissandi. Ég mæli svo sannarlega með þessu TENS tæki fyrir allar konur í fæðingu. Ég byrjaði að nota það frá fyrstu hríðum og fann strax mikinn mun á að vera með það í hríðunum, tækið gerði þær einhvern veginn mikið bærilegri. Tækið sjálft er líka mjög þægilegt í notkun. Ég mun klárlega nota TENS tækið aftur í næstu fæðingu.

E
Eydís
Eydís Arnarsdóttir

Ég leigði TENS tækið eftir að hafa kynnt mér það aðeins, ég mun klárlega gera það aftur.
TENS tækið er mjög einfalt í notkun og hjálpaði mér rosalega mikið í minni fæðingu.
Ég var með það á í rúma 48 tíma og tók það af bara rétt undir lokin þegar ég fór í baðið.
TENS tækið hjálpaði mér að slaka á og verkjastilla í samdráttum.
Ég mæli hiklaust með TENS tækinu.

A
Aðalbjörg E.
Aðalbjörg Ellertsdóttir

Ég eignaðist stelpu í nóvember í heimafæðingu en hún er okkar þriðja barn. Þetta er fyrsta fæðingin þar sem ég prufa Tens tækið. Ég var með tækið á mér frá byrjun og næstu 5-6klst eða þangað til ég fór ofan í vatnið. Í öllum mínum fæðingum hef ég kastað upp um leið og hríðar harðna og verið óglatt frá nánast fyrstu hríð. Það sem kom mest á óvart með Tens tækið var að ég fann ekki fyrir neinni ógleði fyrr en tækið var farið af og stuttu síðar byrjaði ég að kasta upp. Það virðist því vera í mínu tilfelli að Tens tækið hafi bæði aðstoðað mig við verkina og einnig ógleðina. Ef ég myndi eignast fleiri börn þá myndi ég óska eftir því að hafa Tens tækið aftur. Bestu kveðjur, Aðalbjörg

B
Bryndís
TENS gerði ótrúlega hluti fyrir mig!

Ég gæti ekki mælt meira með TENS fyrir allar verðandi mæður.
Fæðingarferlið mitt var langt, samdrættir byrjuðu viku áður en fæðingin átti sér stað og byrjaði ég strax á fyrsta degi samdrátta að nota tækið.
Tækið sem Ljósmæðralagerinn leigir út er ótrúlega einfalt og þæginlegt í notkun. Maður getur labbað um, legið, setið á bolta og tekið tækið með sér allt sem maður fer.
Eftir viku af samdráttum og TENS notkun get ég sagt að það breytti öllu fyrir mig að hafa byrjað að nota tækið snemma.
TENS gerði samdrættina mun bærilegri, það veitti mér ákveðið öryggi og mér fannst ég geta treyst mjög á tækið. Það hjálpaði mér mikið í gegnum verstu samdrættina.
Ég átti langa og fremur erfiða fæðingu og TENS tækið var mér innanhandar frá komunni á fæðingardeild, sleitulaust í 14 klukkustundir.
Mér líkaði ekki glaðloftið og fannst ég betur getað notað TENS til að anda mig í gegnum samdrættina. TENS veitti mér mikla verkjastillingu og seinkaði klárlega frekari inngripum hjá mér.
Eins og ég sagði fyrst mæli ég hiklaust með notkun TENS fyrir fæðingar.