Sagan okkar
Hæ !
Velkomin til okkar á Ljósmæðralagerinn.
Ég heiti Harpa og er mamma og ljósmóðir og stofnandi Ljósmæðralagersins. Hugsjón mín í lífinu er ávallt að bæta heiminn og búa til rými fyrir aðra að gera slíkt hið sama. Sem ljósmóðir langar mig að veita öllum konum og fæðandi einstaklingum tækifæri til þess að njóta meðgöngunnar og finna til tilhlökkunar til fæðingarinnar, finna styrk sinn og efla tengslin við barnið og maka sinn og njóta ferðalagsins sem fæðingin er. Sem fagmanneskja vil ég að ljósmæður hafi aðgang að vörum sem gera þær sjálfstæðar og kröftugar ljósmæður, að auka aðgengi þeirra sem starfa utan stóru sjúkrahúsanna að ljósmæðravörum og jafnvel fá til landsins vörur sem ekki hafa fengist hér, allt til að efla kvenheilsu á Íslandi.
Með mér í liði er fjölskyldan mín knáa, en krakkarnir mínir eru spennt að hjálpa til við þetta litla fjölskyldufyrirtæki og eiginmaðurinn situr þétt við hlið mér í tölvunni. Samstarfskonur mínar í Björkinni hafa einnig stutt mig með því að prófa vörurnar og gefa mér endurgjöf. Ég hef leitast sérstaklega eftir því að finna vörur sem ljósmæður hafa sjálfar hannað og framleitt, og legg mig alla fram um að styðja við umhverfið með vali á vistvænum umbúðum.
Takk fyrir að velja Ljósmæðralagerinn og styðja þannig sjálfsprottið framtak ljósmóður fyrir betri heilsu kvenna.