
Hvernig nota ég Elle TENS tækið?
Það er mjög einfalt að nota Elle TENS tækið í fæðingu. Það er sérhannað til að styðja við fæðingaferlið. Hér er videó sem sýnir helstu eiginleika. Kíktu á þetta þegar þú prófar tækið, eða taktu það með þér í fæðinguna.
Lærðu meira um TENS
Hvernig hjálpar TENS í fæðingu

Með því að fylla taugakerfið af boðefnum
Rafboðin frá TENS tækinu fyllir taugakerfið þitt af boðefnum. Heilinn hefur takmörk fyrir því hversu mörg sársaukaboð hann skynjar hverju sinni. Þau sársaukaboð sem koma fram yfir mörkin skynjum við ekki og því finnum við minna til. Þetta er hluti af sársauka gátta kenningunni.
Með því að efla endorfínframleiðslu
Með húðörvuninni hvetur TENS tækið til þess að líkaminn þinn framleiði endorfín sem hjálpa þér að slaka á og draga úr verkjum. Endorfín eru náttúruleg verkjalyf sem líkaminn framleiðir sem virka á sömu viðtaka og ópíóða. Þau draga úr verkjum og auka vellíðan.
Með því að leiða hugann frá verkjunum
Hugarfar er eitt það sterkasta tæki sem við eigum til að láta hríðarnar líða hjá. Húðörvunin hjálpar okkur að leiða hugann frá verkjunum og yfir á rafboðin og hjálpa okkur því að leiða athyglina frá hríðunum sjálfum
Með því að færa þér stjórnina
Þegar við upplifum að við séum við stjórnina í eigin fæðingu gefur það einstakann kraft inn í fæðingarferlið. Með TENS tækið við hönd segjast mörg hafa upplifað sig við stjórn í fæðingunni þegar margt annað sem ekki er hægt að hafa stjórna á dynur á.
Fjölmargir notkunarmöguleikar
Hvenær nota ég TENS tækið ?

Notkun TENS í fæðingu
Best er að byrja að nota TENS fæðingatækið þegar samdrættir byrja. Þannig byggist upp endorfín áður en hríðar stigmagnast.
Lágtíðnin ýtir undir endorfín framleiðslu á milli hríða en þegar hríðin kemur er smellt á BOOST takkann og byggist þá upp tíðnin í rafboðunum til að komast til móts við hríðina. Þegar hríðin er búin er aftur smellt á BOOST takkann. Tækið mælir þá lengd hríðarinnar og hversu langt er á milli þeirra
Hægt er að nota TENS tækið með öðrum bjargráðum eins og nuddi, hita og kuldameðferð, þrýstingi á mjaðmir, nálastungum, vatnsbólum og glaðlofti.
Ekki er hægt að nota TENS í vatni, en við mælum með notkun hríðarkambs í lófa, þegar TENS er tekið af til að fara í laugina.
Athugið að einstaklingar með gangráð ættu aldrei að nota TENS tæki.
Notkun TENS í gangsetningu
Best er að byrja notkun TENS fæðingatækisins um klukkustund áður en gangsetning hefst, á lágtíðnistillingu, til þess að fá flæði endorfína af stað. Eftir að gangsetning hefst er notkun TENS eins og í venjulegri fæðingu.
Notkun TENS eftir fæðingu og keisaraskurð
Eftir fæðingu og keisaraskurð eru blöðkurnar settar á bakið á sama stað og í fæðingu. Lágtíðni stillingu 1 og 2 má nota til að fá verkjastillingu og BOOST takkann þegar verkir eru mjög slæmir. Notkun eftir fæðingu nýtist sérstaklega hjá fjölbyrjum þar sem legið dregst saman af meiri krafti en eftir fyrstu fæðingu fyrstu dagana eftir fæðingu. Notkun TENS fæðingatækisins eftir keisaraskurði hefur einnig sýnt töluverðan árangur í verkjastillingu fyrstu vikuna eftir fæðingu.
Notkun TENS við fyrirburafæðingar
Tækin eru almennt ekki leigð fyrr en við 37.vikur meðgöngu. Ekki er mælt með notkun TENS á meðgöngu fyrir þann tíma vegna möguleikans á að koma af stað samdráttum. Mögulegt er að nýta TENS í fæðingum 34-36+6 vikna meðgöngu sé fæðing hafin eða angsetning fyrirhuguð að undangengnu áliti fæðingalæknis.
Ekki er mælt með TENS tæki í fæðingu fyrir 34.vikur meðgöngu.
Hafið samband til að leigja tæki samdægurs.
Notkun TENS í englafæðingum
TENS tækið má nota vegna fósturláta og framkallaðra fæðinga englabarna hvenær sem er meðgöngu.
Hafið samband til að leigja tæki samdægurs
Fjögur einföld skref
Það er einfalt að panta og leigja TENS tækið, til notkunar á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu.
-
1. Bókaðu tækið þitt með góðum fyrirvara
Veldu daginn sem þú ert 37 vikur í bókunarkerfinu. TENS tækið er nú frátekið fyrir þig.
-
2. Sending
Við sendum tækið af stað til þín í vikunni áður en þú ert 37.vikur.
-
3. Tækið við hönd
Tækið er tilbúið til notkunar frá 37.vikum, hvenær sem fæðing hefst.
-
4. Skil
Þú sendir tækið til baka áður en 6 vikur eru liðnar í sömu umbúðum og það kom í.
Við prófum TENS tækið og sótthreinsum. Þá er það tilbúið til að styðja við næstu fæðingu.

Hvað er í pakkanum ?
Elle TENS 2 fæðingatæki
Fjórar sérhæfðar TENS blöðkur fyrir fæðingu
Batterí og auka batterí
Ól til að hafa tækið um hálsinn
Tvær rafleiðslur
Handhæg taska
Endurnýtanlegar umbúðir og endursendinga límmiði
Algengar spurningar
Get ég notað TENS tækið í vatni ?
Nei því miður þá má TENS tækið ekki blotna og því ekki hægt að nota það í sturtu eða baði.
Ef þú stefnir á vatnsfæðingu eða að nota vatn til verkjastillingar í fæðingu getur þú notað TENS tækið fram að því og notað fæðingakambana í staðinn í vatninu.
Hvar staðset ég blöðkurnar ?
Það eru tvær snúrur með tækinu sem festast í tvær blöðkur hvor. Tvær blöðkur fara við nærbuxnalínuna og tvær blöðkur við brjóstahaldaralínuna.
Að staðsetja blöðkurnar
- Þú munt líklegast þurfa aðstoð við að setja blöðkurnar á góðan stað, það er hægt að gera það sjálfur en auðveldara með aðstoð fæðingafélaga eða ljósmóður
- Áður en þú setur blöðkurnar á er gott að þurrka húðina og þrífa í burt olíur.
- Staðsettu blöðkurnar lóðrétt sitt hvoru megin við hrygginn. Fyrst neðar á bakinu um það vil í sömu hæð og nærbuxur myndu enda og svo ofar á bakinu um það bil þar sem brjóstahaldari myndi byrja.
- Það skiptir ekki máli hvort snúrurnar á blöðkunum snúa upp eða niður.
- Þegar blöðkurnar hafa verið staðsettar eru þær tengdar við snúrurnar tvær. Hægt er að tengja línurnar uppi og niðri við hvora snúru, eða tengja hægri og vinstri við hvora snúru.
Er hægt að nota blöðkurnar oftar en einu sinni ?
Það er auðvelt að taka blöðkurnar af og með þeim fylgir spjald sem hægt er að geyma þær á og plastpoki til að geyma þær í. Hversu lengi þær geymast fer eftir því hversu vel er farið með þær.
Festanleiki gelsins undir blöðkunum getur orðið fyrir áhrifum af :
- Bleytu eins og svita
- Nuddolíum
- Annars konar raka
Þú getur framlengt notkunarmöguleikana með því að:
- Þurrka húðina áður en blöðkurnar eru settar á
- Setja blöðkurnar strax á spjald eftir notkun
- Geyma blöðkurnar í lokuðum poka
Séu blöðkurnar farnar að þorna eða missa lím eiginleika er hægt að nudda smá vatni í gelið og endurvekja það.
Sé ætlunin að nota TENS tækið í lengri tíma er ráðlagt að eiga auka pakka af blöðkum.
Hvað annað get ég notað TENS tækið í ?
TENS tækið er hægt að nota fyrir alla verki.
- Samdrætti eftir fæðingu
- Verki eftir keisaraskurð
- Verki í öxlum í brjóstagjöf
- Grindarverki
- Meiðsl og tognanir
- Eftir aðgerðir
Ætti ég að prófa tækið fyrir fæðingu ?
Já ! Ekki spurning!
Þó að tækið sé einfalt í notkun er gott að prófa að tengja snúrur og kveikja á tækinu, fá smá tilfinningu fyrir því hvernig það virkar. Þú getur til dæmis prófað blöðkurnar á framhandlegg eða fótlegg, og passar að ganga vel frá blöðkunum aftur svo þær þorni ekki.
Eru tækin prófuð og hreinsuð milli leiga?
Já ! Þegar við fáum TENS tækin til baka eru þau sótthreinsluð og pokarnir þvegnir.
Við prófum tækin og tryggjum að þau séu í góðu lagi fyrir næstu leigu.
Hvenær ætti ég að panta TENS tækið mitt ?
Við mælum með að þú bókir tæki fljótlega eftir 12 vikur þegar þú veist áætlaðan fæðingadag, þá tökum við frá fyrir þig tæki sem verður tilbúið til sendingar fyrir 37.vikur.
Með því að panta fram í tímann þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að missa af tæki ef öll tæki eru komin í útleigu.
Við reynum þó að komast til móts við öll sem hafa samband og eigum stundum til vara tæki ef þú þarft að leigja með litlum fyrirvara.
Hvenær á ég að byrja að nota TENS tækið ?
Stutta svarið er, eins fljótt og hægt er.
Um leið og þú finnur að samdrættir eru að byrja máttu staðsetja blöðkurnar og byrja að nota tækið. Það gefur endorfínunum þínum tækifæri til að undirbúa þig fyrir hríðarnar. Ef samdrátta atrennan endar ekki með fæðingu má alltaf pakka blöðkunum aftur og byrja aftur síðar.
Ef þú ert að fara í gangsetningu er gott að byrja að nota TENS 30-60 mínútum áður en gangsetningin byrjar.
Hvernig sendi ég TENS tækið aftur til baka ?
Ef þú sóttir tækið þá skilar þú því aftur á sama stað.
Ef þú fékkst tækið sent, þá notar þú endursendingapakkninguna og merkinguna sem fylgdi með.
Ef þú hefur týnt endursendinga pakkningunni pakkar þú töskunni með öllum fylgihlutum í poka eða kassa og sendir á eigin kostnað.
Það er Tens tækinu að þakka að ég komst í gegnum mína fyrstu fæðingu, mesta snilldin og þakklát að hafa tekið ákvörðun að hafa það meðferðis ❤️
Bjargaði mér alveg í hríðunum en þetta var eina verkjastillingin sem ég notaði í fæðingunni og þetta var mín fyrsta fæðing.
Ég notaði Tens tækið í fæðingunni minni (fyrsta fæðing) frá fyrsta verk og hefði ekki getað verið án þess! Það virkaði svo vel að þegar ég mætti á fæðingarstað var ég komin með 6 í útvíkkun og barnið mætt tæplega 3 klst síðar! Hjálpaði rosalega í útvíkkunartímabilinu! Myndi klárlega mæla með og leigja aftur í næstu fæðingu!
Fyrst og fremst mjög góð þjónusta. Ég var svolítið sein að redda tens tæki en Harpa var svo yndisleg og reddaði mér tæki. Ég mæli svo mikið með að hafa tens tæki í fæðingu. Tækið minnkaði verkina mjög mikið!
Ég mun klárlega leigja tens tæki aftur fyrir næstu fæðingu.
Tens tækið hjálpaði svoooo mikið. Byrjaði að nota það snemma heima og hækkaði svo þegar leið á. Það þurfti að taka það af mér þó stuttu áður en barnið fæddist því það var eitthvað að trufla mælingarnar (í höfuðið á barninu). En ég var komin það langt í ferlið að það skipti litlu máli. Mun 100% leiga aftur svona ef ég eignast annað barn.