Valkyrja- Silfur brjóstaskjöldur
Valkyrja- Silfur brjóstaskjöldur
Valkyrja er brjóstaskjöldur gerður úr hágæða .999 silfri og þar af leiðandi án aukaefna eða nikkels. Silfur hefur græðandi og bakteríudrepandi eiginleika og hentar því vel á aumar og sárar geirvörtur. Skjöldurinn ver geirvörtuna fyrir álagi á milli gjafa og kemur í veg fyrir að sár rifni upp þegar brjóstapúðar eða brjóstahaldari er tekinn frá brjóstinu fyrir gjöf. Ekki er þörf á að þrífa geirvörturnar fyrir gjöf og ekki er þörf á að nota brjóstakrem.
Í boði eru tvær stærðir, stærð 1 er 4.5 cm á breidd og hentar flestum brjóstum. Stærð 2 er 5.5 cm á breidd er góð fyrir brjóst með breiðum geirvörtum.
Valkyrju brjóstaskjöldunum fylgja sílikon hringir sem gera þá stamari við húðina og eykur þægindi. Í hverjum pakka eru tveir skyldir. Þar sem skyldirnir eru úr ekta silfri fellur á þá með tímanum. Gott er að nudda með silfur klút eftir þvott með vatni og sápu.
Valkyrju brjóstaskjöldurinn er framleiddur fyrir Ljósmæðralagerinn í samstarfi við brjóstagjafaráðgjafa.
Deila



Virkar strax og getur bjargað brjóstagjöfinni