1 4

Nuddkúla

Nuddkúla

3.290 ISK
3.290 ISK
Útsala Uppselt
Litur

Nuddkúluna góðu er hægt að nota á öllum stigum barneignarferlisins.  Fjölnota nuddtæki sem er einfalt í notkun, sem þrýstipunktar á meðgöngu, stuðningur frá fæðingafélaga eða sjálfsnudd í brjóstagjöf.

Notkun 

  • Kúluna má nota með nuddolíu
  • Kúluna má hita í heitu eða köldu vatni til að auka áhrifin

Ráðleggingar ljósmóður

Á meðgöngu getur kúlan verið góð til að þrýsta á stífa rassvöðva og aumar mjaðmir, hægt að liggja í rúmi eða á gólfi og stilla kúluna af eftir hentugleika.  

Í fæðingu getur verið gott að nota kúluna sem mjúkt róandi nudd um bak, axlir og háls, eða sem kröftugan þrýsting á mjaðmir og rass þegar kraftur fæðingarinnar færist neðar. 

Á meðan brjóstagjöf stendur er ekki óalgengt að vöðvabólga í öxlum geri vart við sig og nýtist þá kúlan sem heppilegt sjálfsnudd á meðan barnið drekkur.  Einnig er hægt að nota koluna til að nudda upp og losa um stálma í brjóstum.