Gaddabolti stífur
Gaddabolti stífur
Gaddaboltann er einfalt og fjölnota tæki sem nota má bæði á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Með boltanum fylgir poki til að geyma hann í og halda hreinum.
Notkun á meðgönguhægt að nota á meðgöngu til að losa stífa vöðva og koma blóðflæði af stað í kring um bjúgaða útlimi. Í fæðingu eru þeir góðir til að nudda mjaðmir, mjóbak og rassvöðva. Einnig er gott að nota þá í lófa og kreista í hríðinni.
Notkun
- Til að losa stífa vöðva á meðgöngu, vinnur gegn stoðkerfisverkjum
- Auka blóðflæði þar sem bjúgur hefur safnast fyrir
- Sem verkjameðferð í fæðingu
- Til að losa um vöðvabólgu við brjóstagjöf
Ráðleggingar ljósmóður
Á meðgöngu getur boltinn verið góður til að þrýsta og nudda stífa rassvöðva og aumar mjaðmir, hægt að liggja í rúmi eða á gólfi og stilla boltann af eftir hentugleika.
Í fæðingu getur verið gott að hafa boltann í lófa og kreista í hverri hríð. Það kemur af stað aukinni endorfínframleiðslu og truflar verki hríðarinnar á leið sinni til heilans (Gáttakenningin um verki). Einnig er gott að nudda með boltanum, með áherslu á mjóbak, mjaðmir og rassvöðva.
Á meðan brjóstagjöf stendur er ekki óalgengt að vöðvabólga í öxlum geri vart við sig og nýtist þá boltinn sem heppilegt sjálfsnudd á meðan barnið drekkur eða fá einhvern annan til að nudda upp axlir og bak.
Deila
