Heitt og kalt brjóstainnlegg
Heitt og kalt brjóstainnlegg
Þessi fallegu brjóstainnlegg frá BARE-MUM er hægt að nýta sem hita eða kælimeðferð fyrir brjóstin eftir fæðingu. 2 innlegg eru í pakkanum.
Innleggið er auðvelt að þrífa og hægt að nota síðar þegar þörf er á kæli eða hitapoka á heimilinu.
Innleggið passar í sérstakan vasa BARE MUM toppanna.
• Endurnýtanlegt og hægt að handþvo, gott fyrir þig og umhverfið
• Sveigjanleg hönnun og mjúkt efni sem hentar viðkvæmum svæðum
• Heldur sveigjanleika jafnvel þegar það er frosið, mótast þægilega að líkamanum
• Inniheldur náttúrulegt gel og raunverulegar jurtir
• Öruggt fyrir þig og barnið með TGA vottun
• Vottað án BPA og þaláta
• Viðurkennt af brjóstaráðgjöfum og ljósmæðrum í Ástralíu
Ath mælt er með að ráðfæra sig við ljósmóður/brjóstaráðgjafa áður en hita/kulda meðferð er notuð á brjóstin.
HITAMEÐFERÐ
Til að styðja við sogæðanudd í kring um brjóst og mýkja upp brjóstin fyrir gjöf. Ath að mikilvægt er að kæla brjóst aftur eftir gjöf/hitameðferð og nudd.
Hitið í 10 sekúndur í örbylgjuofni eða setjið á kaf í heitt vatn. Ef þörf er á má hita í 5 sekúndur í viðbót þar til ætluðu hitastigi er náð.
Athugið alltaf hitastig áður en innleggið er notað. Setjið ekki innleggið beint á húðina. Notist ekki lengur en í 20 mínútur í einu. Bíðið þar til húðin hefur náð líkamshita áður en innleggið er notað aftur.
KÆLIMEÐFERÐ
Til að draga úr bólgu og óþægindum vegna stálma
Kælið í frysti í 1 klst eða í ísbaði.
Innihaldsefni
Náttúrulegt, eiturefnafrítt gel: vatni, glýseróli, sellulósagúmmí og kalíumsorbað. 100% laus við BPA og þaláta. TGA vottað.
Deila
