1 3

Hnetubolti- Kaupa / Leigja

Hnetubolti- Kaupa / Leigja

Hnetubolti til notkunar á meðgöngu og í fæðingu

Hnetubolti getur verið frábært hjálpartæki á meðgöngu til að auka þægindi, liðleika og stuðla að góðum líkamlegum undirbúning fyrir fæðingu. Meðal annars er hægt að nýta hnetubolta í eftirfarandi aðstæðum:

1. Til að draga úr óþægindum og bæta líkamsstöðu

Ef þú finnur fyrir verkjum í mjóbaki eða grindarbotni getur hnetubolti hjálpað til við að teygja og losa um spennu.

2. Til að auka hreyfanleika í mjöðmum og grind

Notkun boltsins fyrir mjúkar teygjur getur hjálpað til við að opna mjaðmirnar og undirbúa líkamann fyrir fæðingu. Að liggja á hlið með hnetuboltann á milli fótanna getur aukið pláss í grindinni og bætt blóðrásina.

3. Til að stuðla að réttri stöðu barnsins

Ef barnið er í ekki í bestu stöðu í grind (t.d. bakið að baki móður eða sitjandi stöðu) geta æfingar með hnetubolta hjálpað til við að snúa barninu í rétta höfuðstöðu. Að halda mjöðmum opnum með boltanum getur hjálpað barninu að færast niður í grindina.

4. Fyrir konur í hvíld eða með takmarkaða hreyfingetu

Fyrir konur sem eru í rúmlegu vegna fylgikvilla eins og háþrýstings, meðgöngueitrunar eða í áhættu fyrir fyrirburafæðingu getur hnetubolti hjálpað til við að viðhalda hreyfanleika í mjöðmum og koma í veg fyrir stirðleika. Boltinn getur hjálpað til við að halda grindinni opinni og í réttri stöðu jafnvel þegar hreyfing er takmörkuð.

5. Til undirbúnings fyrir fæðingu

Regluleg notkun á hnetubolta á síðasta hluta meðgöngu getur hjálpað til við að venja líkamann við virka fæðingastellingu. Sérstaklega gagnlegt fyrir konur sem ætla að nota hnetubolta í fæðingu, þar sem þær verða þá vanari að nota hann á réttan hátt.

6. Þegar fæðingin gengur hægt

Ef styrkur hríða fer dvínandi eða þær orðnar óreglulegar, getur notkun hnetubolta á milli fótanna í hliðarliggjandi stöðu hjálpað til við að opna grindina og stutt við framgang fæðingar. Hjálpar til við að auka útvíkkun leghálsins með því að skapa meira pláss í fæðingarveginum.

7. Þegar konan er með mænudeyfingu

Fyrir konur með mænudeyfingu er hreyfigetan takmörkuð, en hnetubolti getur samt sem áður hjálpað til við að halda grindinni opinni.

Að liggja á hlið með boltann á milli hnjánna líkir eftir hnébeygju og getur hjálpað barninu að færa sig neðar í grindina á meðan móðirin hvílist.

8. Til að stuðla að réttri stöðu barnsins

Ef barnið er í baki í bakstöðu (sólarmegin upp) eða í hástöðu, getur það að setja hnetuboltann á milli fótanna í hliðarliggjandi eða hálf-sitjandi stöðu hjálpað barninu að snúa sér í betri stöðu fyrir fæðingu.

9. Þegar rembingsstigið er erfitt eða langdregið

Ef rembingsstigið dregst á langinn, getur notkun hnetubolta viðhaldið opinni grind og auðveldað barninu að færa sig neðar. 

10. Þegar móðirin þarf hvíld

Fyrir konur sem upplifa langdregna fæðingu, getur hnetubolti hjálpað til við að hvílast á meðan líkaminn er enn í virkri fæðingarstöðu.

Stærð 1 er 45 cm hár og 90 cm langur
Stærð 2 er 50 cm hár og 100 cm langur

Vikugjaldið er 550 kr að viðbættu 600 kr byrjunargjaldi.  Hægt er að leigja í 2, 4, 6 eða 8 vikur í senn.  Veittur er 15% afsláttur af 8 vikna leigu. Athugið að eftir að leiga er hafin er ekki hægt að breyta leigugjaldi þó vöru sé skilað fyrr en áætlað var.

Leigutími
Stærð

We are unable to show availability for this product.

Afhendingarmáti

Sending og skil í Póstboxi eða með Dropp
Sendingagjald 1.890 kr. bætast við í lok pöntunarferlis

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag leigu í dagatalinu. Tækið verður sent af stað í póstbox fyrir þann dag.

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag leigu í dagatalinu. Tækið verður sent af stað í póstbox fyrir þann dag.

Hægt er að sækja í Björkina, Síðumúla 10 á þriðjudögum og miðvikudögum frá 9-14 eða aðra daga eftir samkomulagi.

Fyrir bráðaleigu veldu næsta lausa dag og hafðu samband til að semja um afhendingu.

Sending og skil með Dropp
Sendingagjald 1.890 kr. bætast við í lok pöntunarferlis

Fyrir hefðbundna leigu:
Veldu fyrsta dag í 37.viku meðgöngu. Tækið verður sent af stað með Dropp fyrir þann dag.
Fyrir bráðaleigu veldu næsta lausa dag. Ef ekkert tæki er laust í dagatalinu, hafðu samband.

Loading...
Updating...

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Boltanum er skilað í póstbox eða til Dropp í síðasta lagi á síðasta skiladegi. Umbúðir og merkingar fylgja.

Sé boltanum ekki skilað á réttum tíma bætist við 890 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Boltanum er skilað í Björkina, Síðumúla 10 á þriðjudögum eða miðvikudögum frá 9-14 eða aðra daga eftir samkomulagi.

Sé boltanum ekki skilað á réttum tíma bætist við 890 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Síðasti skiladagur reiknast sjálfkrafa.

Tækinu er skilað til Dropp í síðasta lagi á síðasta skiladegi. Umbúðir og merkingar fylgja.

Sé tækinu ekki skilað á réttum tíma bætist við 990 kr leigugjald fyrir hverja byrjaða viku eftir síðasta skiladag.

Sending fer í póst Afhendingadagur ...

...

Sending sett í póst í síðasta lagi Skiladagur ...

...

Leiguverð 1.700 kr
Price 1.700 kr
Vandamál kom upp við að bæta hlutnum í körfuna.

Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)