Lífrænt te - Magakveisa
Lífrænt te - Magakveisa
Lífrænt te til að draga úr einkennum magakveisu
Þetta róandi te er sérvalið af ljósmæðrum og inniheldur þekkta blöndu sem dregur úr einkennum magaóþæginda hjá ungabörnum. Blandan er hönnuð til þess að minnka einkenni loftgangs, meltingatruflana, hægðatregðu og krömpum í meltingavegi. Teið má gefa frá 3 vikna aldri og hentar öllum í fjölskyldunni til að slaka á meltingaónotum.
Lífrænt ræktaður anís er þekktur fyrir að draga úr loftgangi
Lífrænt ræktað fennel sem dregur úr magakrömpum
Leiðbeiningar fyrir ungabörn
- Setjið 1 tepoka í bolla af sjóðandi heitu vatni
- Látið standa í 3-5 mínútur
- Látið kólna í 37 gráður (Líkamshita)
- Gefið eina teskeið, beint í munn eða blandið í mjólk barnsins
- Gefið eina teskeið 3-4 sinnum á dag
*Ráðfærið ykkur við ljósmóður, brjóstaráðgjafa eða hjúkrunarfræðing í ungbarnavernd áður en blandan er notuð.
Ráðleggingar
Mikilvægt er að fylgjast vel með líðan og hegðun barnsins til að átta sig á einkennum magakveisu. Fylgist vel með þegar blandan er gefin og takið eftir einkennum til að átta ykkur sem best á áhrifum blöndunnar og ná þannig besta jafnvæginu. Ef þið hafið áhyggjur af einkennum hafið samband við viðeigandi heilbrigðisstarfsmann.
Deila
