Jógabolti- Kaupa/Leigja
Jógabolti- Kaupa/Leigja
Jógabolti til notkunar á meðgöngu, í fæðingu og í brjóstagjöf
Virkni jógabolta í barneignarferlinu er margþætt og mörgum ómissandi í aðdraganda fæðingar. Nú getur þú leigt bolta í stað þess að kaupa enn einn hlutinn sem þú notar bara í nokkrar vikur.
Þessi góði, sprunguvarði bolti er hannaður til að auka þægindi, hreyfanleika og slökun, bæði á meðgöngu, í fæðingu og eftir barnsburð.
💛 Á meðgöngu: Styrktu kjarnavöðva, bættu líkamsstöðu og minnkaðu verki í baki og grindarbotni með mjúkum hreyfingum og teygjum.
🤰 Í fæðingu: Hjálpar til við að styðja við rétta stöðu barnsins, dregur úr verkjum og veitir stuðning fyrir lóðréttar, virkar fæðingarstellingar.
🤱 Eftir fæðingu & við brjóstagjöf: Veitir þægilegan og góðan stuðning þegar þú situr og gefur barni brjóst, dregur úr spennu í baki, öxlum og handleggjum.
Gerður úr endingargóðu, eiturefnalausu og BPA-fríu efni fyrir öruggan og áreiðanlegan stuðning á þessum tíma sem getur verið svo krefjandi fyrir líkamann.
Innifalið:
✔️ Sprunguvörn og hálkuvarið yfirborð
✔️ Einföld loftpumpa fylgir
✔️ Mismunandi stærðir fyrir fullkomna stærð
✔️ Leiðbeiningar með æfingum og stellingum fyrir meðgöngu, fæðingu og sængurlegu
Stærð 1 er 65 cm hár og hentar einstaklingum sem eru lægri en 172 cm á hæð
Stærð 1 er 75 cm hár og hentar einstaklingum sem eru hærri en 172 cm á hæð
Vikugjaldið er 550 kr að viðbættu 600 kr byrjunargjaldi. Hægt er að leigja í 2, 4, 6 eða 8 vikur í senn. Veittur er 15% afsláttur af 8 vikna leigu. Athugið að eftir að leiga er hafin er ekki hægt að breyta leigugjaldi þó vöru sé skilað fyrr en áætlað var.
Deila


